Forystuþjálfun
EinstaklingarFarsæl forysta hjálpar okkur að ná settum markmiðum. Við höfum áralanga reynslu af forystu- og stjórnendaþjálfun. Í boði eru ýmsar leiðir. Bæði styttri námskeið og ítarlegri forystuþjálfun. Fyrir ítarlega forystuþjálfun þarf að meta hvað kemur að mestu gagni. Þá förum við saman yfir stöðuna og framkvæmum þarfagreiningu. Í framhaldi er sett fram nákvæm áætlun.
Forystuþjálfunin byggir á að vinna með hugtakið forystu (e. leadership) og tengja það við tilgang og markmið samstarfsaðila okkar. Unnið er með ýmsar kenningar, módel og aðferðir á sviði forystu, meða annars: Sanna forystu (e. authentic leadership), náðar-forystu (e. transformational leadership), forystu í teymum (e. team leadership) og þjónandi forystu (e. servant leadership).
Lögð er áhersla á að hjálpa einstaklingum að máta forystufræðin við sinn veruleika. Í framhaldi er unnið með sérstaka og persónulega forystuáætlun sem hentar hverjum og einum.
Hafið endilega samband fyrir frekari upplýsingar.
Einnig er forystuþjálfun fyrir einstaklinga í boði með Heartstyles aðferðafræðinni. Frekari upplýsingar má finna hér.
Hafið endilega samband fyrir frekari upplýsingar með því að senda skilaboð neðst á síðunni
Senda skilaboð
Forysta og samskipti
Sími: 822 8761
fos@forystasamskipti.is