Forystuþjálfun
Fyrirtæki og stofnanirFarsæl forysta hjálpar okkur að ná settum markmiðum. Við höfum áralanga reynslu af forystu- og stjórnendaþjálfun. Í boði eru ýmsar leiðir. Bæði styttri námskeið og ítarlegri forystuþjálfun. Fyrir ítarlega forystuþjálfun þarf að meta hvað kemur að mestu gagni. Þá förum við saman yfir stöðuna og framkvæmum þarfagreiningu. Í framhaldi er sett fram nákvæm áætlun.
Forystuþjálfunin byggir á að vinna með hugtakið forystu (e. leadership) og tengja það við tilgang og markmið samstarfsaðila okkar. Unnið er með ýmsar kenningar, módel og aðferðir á sviði forystu, meða annars: Sanna forystu (e. authentic leadership), náðar-forystu (e. transformational leadership), forystu í teymum (e. team leadership) og þjónandi forystu (e. servant leadership).
Miðað við þarfagreiningu er einnig boðið uppá sérhæfingu, t.d. með áherslu á:
Verkefnastjórnun, t.a.m. straumlínustjórnun
Mannauðsstjórnun
Stafræna stefnumótun og allt sem tengist hinu stafræna
Að byggja upp og viðhalda öflugri liðsheild
Breytingastjórnun
Stefnumótun
Stjórnun samskipta við viðskiptavini (CRM)
Samningatækni og lausn ágreinings og vandamála
Hafið endilega samband fyrir frekari upplýsingar.
Senda skilaboð
Forysta og samskipti
Sími: 822 8761
fos@forystasamskipti.is