Um

Forystu og samskipti

 

 

Hvað gerum við?

Forysta og allt sem tengist forystu er ástríða okkar ásamt samskiptum því þau eru samofin farsælli forystu.

Okkar sýn

Þjónusta okkar snýst fyrst og fremst um að hjálpa einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og stofnunum að vaxa og eflast til að láta drauma sína rætast. Við viljum ekki ramma sýn okkar inn með flóknum eða yfirborðskenndum hætti. Þess vegna komum við hreint fram og þannig getum við líka látið drauma okkar rætast.

Gildi

Gildi okkar eru fagmennska, gleði og heilindi og við trúum að leið okkar verði farsælli og ánægjulegri þegar þessi gildi eru í hávegum höfð.

Fagmennska

Við trúum að til að ná sem bestum árangri þá þurfi að leita allra leiða og að skoða þurfi málin frá öllum hliðum og horfa á heildarmyndina. Síðan þarf að meta hvaða þekking, reynsla og aðferðir geta hjálpað okkur. Við leggjum ríka áherslu á að gefa aldrei afslátt af fagmennsku. Það birtist meðal annars í fjölbreyttum hópi fagfólks í teyminu okkar og að leggja okkur 100% fram við að finna út hvað hjálpar samstarfsaðilum okkar til að ná markmiðum sínum og láta drauma sína rætast.

Gleði

Gleði vísar m.a. til þess að það er krefjandi og krefst úthalds og útsjónarsemi að iðka farsæla forystu en mun meiri líkur eru á að ætlunarverkið takist þegar allir taka höndum saman með bjartsýni og gleði í hjarta. Það kostar oft fórnir að taka erfiðar ákvarðanir en að hafa þetta sem leiðarljós gerir ferðalagið mun ánægjulegra fyrir alla og eykur líkur á að okkur takist það sem við ætlum okkur

Heilindi

Heilindi eru grunnurinn að því sem við gerum. Þau vísa  meðal annars til þess að vera ábyrg, heiðarleg og hreinskilin, og að hafa alltaf sem leiðarljós að gera það sem er réttast. Það þýðir að hugsa um og meta mögulegar afleiðingar þegar við tökum      ákvarðanir, koma hreint fram, hugsa til framtíðar, og vilja láta gott af okkur leiða. Þetta snýst um alla hagsmunaaðila, þ.e. starfsfólk, viðskiptavini, stjórnir, hluthafa og samfélagið almennt. Við viljum gera betur og lifa í núinu á meðan við horfum einnig til framtíðar.

Við

Sigurður Ragnarsson

Stofnandi og í forsvari

Sigurður Ragnarsson er stofnandi og er í forsvari fyrir Forystu og samskipti. Sigurður hefur víðtæka starfs- og stjórnunarreynslu og hefur kennt við helstu háskóla landsins. Hann er einnig aðjúnkt í hlutastarfi við Háskólann á Akureyri. Sigurður skrifaði bókina Forysta og samskipti – Leiðtogafræði.

Sérsvið: Allt sem tengist forystu og samskiptum ásamt Heartstyles aðferðafræðinni.

Brynjar Þór Þorsteinsson

Lektor við Háskólann á Bifröst

Sérsvið: Stafræn stefnumótun og stafræn markaðssetning.

Elmar Hallgríms Hallgrímsson

Framkvæmdarstjóri Samiðnar og stundakennari við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík

Sérsvið: Leiðtogafærni, sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð, samningatækni og sáttamiðlun.

Dr. Eðvald Möller

Lektor við Háskóla Íslands

Sérsvið: Verkefnastjórnun.

Haraldur Daði Ragnarsson

Einn af eigendum Manhattan Marketing og lektor við Háskólann á Bifröst

Sérsvið: Forysta, breytingastjórnun, öflugri liðsheild, stefnumótun, mannauðsstjórnun, markaðsstjórnun, og stjórnun samskipta við viðskiptavini (CRM).

Ragnar Már Vilhjálmsson

Einn af eigendum Manhattan Marketing og lektor við Háskólann á Bifröst

Sérsvið: Allt sem snýr að markaðsstjórnun.

Soffía Haraldsdóttir

Eigandi First Class Travel og verkefnastjóri

Sérsvið: Verkefnastjórnun, rekstur og stefnumótun.

Senda skilaboð

6 + 11 =

Forysta og samskipti
Sími: 822 8761
fos@forystasamskipti.is